Hrossaræktunar og tamningastöð á Snæfellsnesi

Hrossaræktunar og tamningastöð á Snæfellsnesi

Bóka bústað

Um Söðulsholt

Söðulsholt er hrossaræktunar og tamningastöð í Eyja- og Miklaholtshreppi á sunnanverðu Snæfellsnesi.

Jörðin er um það bil 1118 ha lands og var lengst af talin allgóð bújörð. Þegar Árni Magnússon og Páll Vídalín semja jarðabók sína árið 1714, er Söðulsholt konungseign (frá 1360) og heyrir undir Arnarstapaumboð. Í þessari ágætu bók er jörðinni fundið margt til foráttu eins og reyndar var um fleiri jarðir.

Söðulsholt var venjuleg bújörð fram til ársins 1936, að hún var gerð að prestssetri, en aldrei hefur verið þar kirkjustaður svo vitað sé. Árið 1998 kaupir svo núverandi eigandi, Einar Ólafsson, jörðina og hefur stundað þar hrossarækt, skógrækt, línrækt og nú síðast byggrækt.

Um eigandann

Um eigandann

Einar hefur ferðast víða um heiminn og bjó í fjöldamörg ár, bæði í Luxembourg og í Bandaríkjunum. Á efri árum lét hann draum sinn rætast og gerðist hrossabóndi. Býr hann nú alfarið í Söðulsholti og lifir lífinu lifandi.

Hafa samband

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum eða ef þið viljið koma athugasemdum á framfæri, hafið þá vinsamlega samband með því að senda okkur tölvupóst á neðangreint netfang eða fyllið út og sendið eyðublaðið hér að neðan.

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.