Tölt mót

Tölt mótið sem var hjá okkur á þriðjudagskvöldið heppnaðist bara mjög vel, skráning var góð og sáust mörg glæsitilþrif, dómari á mótinu var Valdimar Ólafsson og í úrslitum fékk hann Hauk Bjarnasson sér til aðstoðar, þökkum við þeim kærlega fyrir hjálpina. Þar sem þetta mót tókst svo vel, ákváðum við að prófa að skella á öðrum móti fljótlega og fyrsta hugmynd af dagsetningu var föstudagskvöldið 10 april og yrði þá keppt í þrigangi, tölt, brokk og fet, en ef af þessu verður, verður þetta auðvitað auglýst betur þegar nær dregur

Úrslit á töltmótinu

Pollaflokkur þar sem allir voru í fyrsta sæti.

Friðjón Haukur Kristjánsson og Kolbrá frá Söðulsholti

Kristin Eir Hauksdóttir og Keila frá Skáney

Gisli Sigurbjörnsson og Lotning frá Minni-Borg

stelpurnar á mótinu

Tölt 16 ára og yngri

  1. Fanney Gunnarsdóttir og Kári frá Brimilsvöllum
  2. Inga Dís Víkingsdóttir og Sindri frá Keldudal
  3. Kolbrún Katla Halldórsdóttir og Kolbrá frá Söðulsholti
  4. Inga Dóra Sigurbjörnsdóttir og Hamar frá Miðhrauni
  5. Selma Rakel Gestsdóttir og Brúnka
  6. Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir og Lotning frá Minni-Borg