Tölt mótið sem var hjá okkur á þriðjudagskvöldið heppnaðist bara mjög vel, skráning var góð og sáust mörg glæsitilþrif, dómari á mótinu var Valdimar Ólafsson og í úrslitum fékk hann Hauk Bjarnasson sér til aðstoðar, þökkum við þeim kærlega fyrir hjálpina. Þar sem þetta mót tókst svo vel, ákváðum við að prófa að skella á öðrum móti fljótlega og fyrsta hugmynd af dagsetningu var föstudagskvöldið 10 april og yrði þá keppt í þrigangi, tölt, brokk og fet, en ef af þessu verður, verður þetta auðvitað auglýst betur þegar nær dregur
Úrslit á töltmótinu
Pollaflokkur þar sem allir voru í fyrsta sæti.
Friðjón Haukur Kristjánsson og Kolbrá frá Söðulsholti
Kristin Eir Hauksdóttir og Keila frá Skáney
Gisli Sigurbjörnsson og Lotning frá Minni-Borg
stelpurnar á mótinu
Tölt 16 ára og yngri
- Fanney Gunnarsdóttir og Kári frá Brimilsvöllum
- Inga Dís Víkingsdóttir og Sindri frá Keldudal
- Kolbrún Katla Halldórsdóttir og Kolbrá frá Söðulsholti
- Inga Dóra Sigurbjörnsdóttir og Hamar frá Miðhrauni
- Selma Rakel Gestsdóttir og Brúnka
- Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir og Lotning frá Minni-Borg
Recent Comments