image description

Leiguskilmálar

Bókanir og greiðslur:
Leigukaupi  samþykkir að leigjugjaldið verður skuldfært á greiðslukort hans þegar bókunin er staðfest. Lágmarks dvöl eru 2 nætur.

Afpöntun:
Sé bókun afpöntuð að minnsta kosti 30 dögum fyrir komu þá er leigan endurgreidd að fullu.

Sé bókunin afpöntuð 29-15 dögum fyrir komu, þá er leigan endurgreidd að hálfu (50%).

Bókanir, sem eru afpantaðar eftir það, fást ekki endurgreiddar. Vinsamlegast hafið samband beint við okkur ef óskað er eftir breytingum á komu- eða brottfarardegi.

Gjöld:
Leigugjaldið fyrir húsin eru eins og auglýst er á heimasíðu okkar fyrir tiltekinn tíma og tímabil.

Sængurfatnaður og handklæði eru innifalin í leigunni.

Lokahreinsun húsanna er innifalin í leiguverðinu en engu að síður samþykkir leigukaupi að ganga vel um húsið og fara frá því eins og þau komu að því, þar með talið að fjarlægja allt rusl og matarleifar, setja óhreina diska/potta/hnífapör og þvíumlíkt í uppþvottavélina og setja hana í gang.

Söðulsholts húsin eru staðsett í dreifbýli og þess vegna gæti internet tengingin verið hæg.

Hafa samband

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum eða ef þið viljið koma athugasemdum á framfæri, hafið þá vinsamlega samband með því að senda okkur tölvupóst á neðangreint netfang eða fyllið út og sendið eyðublaðið hér að neðan.

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.